Tillaga að starfleyfi fyrir áramótabrennu á Blönduósi.
Sótt var um starfleyfið þann 24. nóvember, 2025 og er ábyrgðarmaður Þorgils Magnússon.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra veitir Björgunarsveitinni Blöndu leyfi til að halda áramótabrennu þann 31.desember, 2025, kl. 20:30-22:00. Staðsetning verður á Efra Miðholti, sunnan við Blönduós. Þetta leyfi er veitt í samræmi við eftirfarandi lög og reglugerðir fyrir skráningu og leyfi fyrir stærri brennur. Ef breytingar verða á starfseminni skal tilkynna það til Heilbrigðiseftirlitsins.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur og skulu athugasemdir berast á netfangið hnv@hnv.is fyrir 23. desember, 2025.