Hér með eru auglýst drög að tímabundnu starfsleyfi til kynningar fyrir niðurrif kofa í Sólheimagerði, 561 Varmahlíð, eigandi er Eyþór Einarsson kt 270776-4189 . Umsóknin barst heilbrigðiseftirlitinu 1. október 2025 og  sótti Eyþór Einarsson um leyfið sem eigandi húsnæðisins.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gefur út tímabundið starfsleyfi, vegna niðurrifsins. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Starfsleyfisskilyrðin miðast við starfsleyfisskilyrði fyrir niðurrif mannvirkja, m.a. þar sem er asbest: Starfsleyfisskilyrði vegna tímabundiðs starfsleyfi fyrir niðurrif kofa í landi Sólheimagerðis, 561 Varmahlíð  og í framhaldinu verður gefið út starfsleyfi sbr. reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum 5. gr reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Auglýsingin var birt þann 21 október 2025 og tekið er við athugasemdum til 18. nóvember 2025.