Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir fráveitu Húnabyggðar kt 650422-2520. Umsóknin barst heilbrigðiseftirlitinu 19. nóvember 2024 og sækir Bergþór Gunnarsson um fyrir hönd sveitarfélagsins.
Í umsókn er sótt um starfsleyfi fyrir fráveitu sveitarfélagsins Húnabyggðar á Blönduósi annars vegar og dreifbýli hins vegar.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gefur út starfsleyfi til 12 ára, sem nær til mengandi starfsemi. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Starfsleyfisskilyrði munu byggja á almennum skilyrðum fyrir mengandi starfsemi: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi (ust.is) og starfsleyfisskilyrðum fyrir fráveitu.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum 5.gr reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Athugasemdir skulu berast á netfangið hnv@hnv.is fyrir 6. mars 2025.