Starfsleyfi til kynningar fyrir móttöku úrgangs
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði fyrir Hirðu gámastöð, til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyir starfsemi Hirðu að Höfðabraut 34, á Hvammstanga. Um er að ræða móttökustöð fyrir úrgang sem rekin verður á vegum Húnaþings vestra kt. 540598-2829. Hér má sjá starfsleyfisskilyrðin fyrir starfsemina, sem fyrirhugað er að gefa út til 12 ára. Hægt er að gra athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin til 17. október 2020. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.