Velkomin á hnv.is

hnv.is

hnv.is

hnv.is

hnv.is

Fimmtudagur, 28 apríl 2016 15:11

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra þann 28. 4. 2016

Fundargerðina má sjá hér.

 

Miðvikudagur, 30 mars 2016 14:06

Áframhald á  eftirlitisverkefni með veitingahúsum á Norðurlandi vestra

 

Í maí verður haldið áfram með eftirlitsverkefni, sem fór fyrst af stað með fyrir tveimur árum, á veitingahúsum á Norðurlandi vestra. 

Markmið verkefnisins er að koma á móts við sjónarmið um bætta upplýsingagjöf til neytenda, með því að birta ljósmyndir úr eftirliti á veitingahúsum á heimasíðu eftirlitsins. Sömuleiðis að veita upplýsingar um afmarkaða tilgreinda þætti í rekstri veitingastaða Það eru þættir sem eiga við alla staði, hvort sem þeir eru stórir eða smáir. Afrakstur eftirlitsverkefnis síðasta árs má sjá hér ofarlega á síðunni til hægri undir,  " Veitingastaðir 2015".

Í ár verða kannaðir sömu þættir og í fyrra þ.e kannað ástand; fatnaðar starfsfólks, hitstigsskráningar, þrifaáætlunar og salerni gesta

Fimmtudagur, 17 mars 2016 15:17

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra þann 17. 3. 2016

Fundargerðina má sjá hér.

 

Fimmtudagur, 17 mars 2016 14:46

Hvað verður um útrunnin matvæli?

Heilbrigðiseftirlitin á Norðurlandi ákváðu að kanna hvað yrði um matvæli sem seljast ekki í verslunum á Norðurlandi, áður en geymsluþolstími rennur út.  Til þess að fá greinagóðar upplýsingar um afdrif matvælanna voru matvöruverslanir á Akureyri, Sauðárkróki og Siglufirði heimsóttar auk þess sem rætt var við nokkra birgja verslana á svæðinu.

Niðurstöður voru að ýmiss háttur er hafður á með meðferð útrunnar vöru:

a)    Vörum er skilað til birgja og þá eru kælivörur yfirleitt settar í frysti þar til þær eru sendar til baka.

b)    Vörur sem renna út er komið í förgun af verslunum og það sem ekki selst er dregið frá reikningi.

c)    Vörur eru ekki teknar til baka, nema þá í undantekningartilfellum, t.d. ef mistök verð við merkingu matvæla eða umbúðir eru gallaðar.

Föstudagur, 26 febrúar 2016 13:14

Raki og mygla

Hér er tengill á bækling, sem Umhverfisstofnun gaf út; Inniloft, raki og mygla í híbýlum.

 

Page 7 of 12