Mengunarvarnir

Mengunarvarnir hjá Heilbrigðiseftirlitinu felast í eftirliti með fyrirtækjum sem talin eru upp í fylgiskjali 2 með reglugerð nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun.
Sem dæmi um fyrirtækjaflokka má nefna:
Bifreiða- og vélaverkstæði, bensínstöðvar, trésmíðaverkstæði, tannlæknastofur, ullarþvottarstöðvar, prentiðnaður, efnalaugar, loðdýrarækt, alifuglarækt, sláturhús, fiskvinnslur, skolphreinsistöðvar, sorpflutningar og sorphirða, virkjanir og orkuveitur, o.fl.