Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki

Fundargerðir

Miðvikudagur, 04 nóvember 2015 14:09

Forstjóri Umhverfisstofnunar í heimsókn

 

Þann 3. nóvember s.l. komu þær Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Gunnlaug  Einarsdóttir sviðsstjóra stofnunarinnar, á fund Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra. Forstjórinn var með greinagott yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar, ásamt því að kynna fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum. Í máli Kristínar Lindu undirstrikaði hún mikilvægi þess að hafa öflugt starf á sviði umhverfismála vítt og breitt um landið.  

 

 

 

 

Mánudagur, 05 október 2015 10:19

Sýnataka á gömlum urðunarstað á Siglufirði

 

Afráðið var að fara í sýnatöku á gömlum urðunarstað á Siglufirð, á Leirutanga, til þess að kanna umfang mengunar og taka mið af niðurstöðum við áform um fyrirhugaða skipulagsbreytingar. Í ljós kom að þó svæðið væri allnokkuð mengað af þungmálnum, þá var mengun ekki yfir mörkunum, en skýrsluna má finna hér

 

 

 

 

Föstudagur, 10 júlí 2015 21:16

Drög að breyttu starfsleyfi fyrir sláturhús KS á Sauðárkróki vegna starfrækslu brennsluofns

 

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir sláturhús KS á Sauðárkróki, eru hér til kynningar, en þær fela í sér að gert er ráð fyrir brennsluofni til að sláturhúsið geti brennt eigin úrgangi.

Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugasemdir við þær ef þurfa þykir.Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 18.8.2015.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af sambærilegum brennslugámi og fyrirhugað er að koma upp við sláturhús KS og síðan afstöðumynd af svæðinu:

 

Fimmtudagur, 09 júlí 2015 21:17

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir gasolíusjálfsala á Norðurlandi vestra

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir gasolíusjálfsala á svæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, eru hér til kynningar.

Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfisskilyrðin og gera athugasemdir við þau ef þurfa þykir.Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 18. ágúst. 2015.

Fimmtudagur, 02 júlí 2015 21:19

Starfsskýrsla 2014

Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, fyrir árið 2014 er komin á netið.

Fimmtudagur, 16 apríl 2015 21:21

Hreinsunarátak á Hofsósi

Föstudagur, 27 mars 2015 21:22

Fundur með vatnsveitum á Norðurlandi vestra

Heilbrigðiseftirlitið stóð fyrir fundi meðal umsjónarmanna vatnsveitna á Norðurlandi vestra þann 23. mars sl., þar sem umfjöllunarefnið var innra eftirlit vatnsveitna. Innra eftirlit og öguð vinnubrögð tæknimanna sveitarfélaga er ein helsta forsenda þess að hægt sé að tryggja gæði neysluvatns. Krafa um innra eftirlit kemur ekki einungis úr opinberu regluverki heldur einnig frá matvælaframleiðendum sem þurfa að gera kaupendum skilmerkilega grein fyrir að neysluvatn og starfsemi vatnsveitu uppfylli alla gæðastaðla.

Þriðjudagur, 17 febrúar 2015 21:24

Drög að starfsleyfi fyrir Egils sjávarafurðir á Siglufirði 

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslu og reykingu á fiski að Tjarnargötu 20 á Siglufirði, eru hér til kynningar

Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugasemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 20.3.2015.

Fimmtudagur, 12 febrúar 2015 21:24

Norræn viðurkenning fyrir eftirlitisverkefni með veitingahúsum á Norðurlandi vestra

 

Á vordögum 2014 var farið í sérstakt eftirlitsverkefni með veitingahúsum á Norðurlandi vestra, í samráði við veitingamenn á svæðinu.  Verkefnið var síðan tilnefnt í samkeppni sem eftirlitsverkefni Norðurlandanna. Fram komu verkefni frá öllum Norðurlöndunum og reyndist það danska hlutskarpast í samkeppninni. Verðlaum voru veitt á Norrænni ráðstefnu sem haldin var á Hótel Hilton í Reykjavík í janúarlok sl.  þó svo verkefni Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra hafi ekki fengið gullið í þetta sinnið þá fékk verkefnið sérstaka viðurkenningu, eins og sjá má á viðurkenningarskjali hér að ofan.

Þriðjudagur, 09 september 2014 21:55

Sigríður Magnúsdóttir formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra

Laugardagur, 19 júlí 2014 21:28

Drög að starfsleyfi fyrir sölu á lífdísel á Sauðárkróki

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir afgreiðslustöð á lífdísil sem Íslenskt eldsneyti  hyggst starfrækja að Borgarflöt 31 á Sauðárkróki eru hér til kynningar.

Hér má sjá: drögin að starfsleyfinu og minnisblað frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgir umsókn og sömuleiðis afstöðumynd af lóð. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugsemdir við þær ef þurfa þykir.  Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi 22. ágúst 2014.

 
Mánudagur, 16 júní 2014 21:55

Starfsskýrsla 2013

Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, fyrir árið 2013 er komin á netið.            

Innskráning