Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki

Fundargerðir

Fimmtudagur, 17 mars 2016 14:46

Hvað verður um útrunnin matvæli?

Heilbrigðiseftirlitin á Norðurlandi ákváðu að kanna hvað yrði um matvæli sem seljast ekki í verslunum á Norðurlandi, áður en geymsluþolstími rennur út.  Til þess að fá greinagóðar upplýsingar um afdrif matvælanna voru matvöruverslanir á Akureyri, Sauðárkróki og Siglufirði heimsóttar auk þess sem rætt var við nokkra birgja verslana á svæðinu.

Niðurstöður voru að ýmiss háttur er hafður á með meðferð útrunnar vöru:

a)    Vörum er skilað til birgja og þá eru kælivörur yfirleitt settar í frysti þar til þær eru sendar til baka.

b)    Vörur sem renna út er komið í förgun af verslunum og það sem ekki selst er dregið frá reikningi.

c)    Vörur eru ekki teknar til baka, nema þá í undantekningartilfellum, t.d. ef mistök verð við merkingu matvæla eða umbúðir eru gallaðar.

Föstudagur, 26 febrúar 2016 13:14

Raki og mygla

Hér er tengill á bækling, sem Umhverfisstofnun gaf út; Inniloft, raki og mygla í híbýlum.

 

Fimmtudagur, 07 janúar 2016 10:17

 

Á Norðurlandi vestra er fjöldi lítilla gististaða

 
134 gististaðir eru á skrá hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.  Flestir eru smáir eða 84, en þeir fá skoðun annað hvert eða jafnvel fjórða hvert ár.  Til undantekninga heyrir að verið sé að selja gistingu í óleyfi.  Það er  helst í Skagafirði, þar sem að nýir aðilar án leyfis hafa birst á Airbnb vefnum upp á síðkastið.  Það er ljóst að mikil eftirspurn er eftir gistingu í Skagafirði í tengslum við Landsmót Hestamanna sem haldið verður að Hólum dagana 27. júní til 3. júlí nk. og eru greinilega margir sem hyggjast bjóða upp á húsaskjól gegn greiðslu.  Heilbrigðiseftirlitið hvetur þá nýliða sem ekki hafa aflað sér tilskildra leyfa að drífa í því.   

 

Miðvikudagur, 30 desember 2015 14:32
 

Verið að vinna áhættumat vegna olíuflutninga

Sigríður Hjaltadótti heilbrigðisfulltrúi hefur tekið saman niðurstöður eftirlitsskýrslna vegna bensínstöðva á Norðurlandi vestra. Niðurstöður sýna að ástand mengunarvarnarbúnaðar hefur færst í rétt horf og þar sem búnaði er ábótavant er verið að vinna að endurbótum.

 

Olíufyrirtækin eru að taka saman upplýsingar um aldur og ástand olíutanka auk upplýsinga um magn olíu sem flutt er um vegi á Norðurlandi vestra í tengslum við vinnu að áhættumati sem eftirlitið vinnur að að. Umferðaróhöpp olíuflutningstækja geta m.a. valdið mengun á; vatnsbólum, laxveiðiám og öðrum viðkvæmum stöðum.

Miðvikudagur, 04 nóvember 2015 14:09

Forstjóri Umhverfisstofnunar í heimsókn

 

Þann 3. nóvember s.l. komu þær Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Gunnlaug  Einarsdóttir sviðsstjóra stofnunarinnar, á fund Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra. Forstjórinn var með greinagott yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar, ásamt því að kynna fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum. Í máli Kristínar Lindu undirstrikaði hún mikilvægi þess að hafa öflugt starf á sviði umhverfismála vítt og breitt um landið.  

 

 

 

 

Mánudagur, 05 október 2015 10:19

Sýnataka á gömlum urðunarstað á Siglufirði

 

Afráðið var að fara í sýnatöku á gömlum urðunarstað á Siglufirð, á Leirutanga, til þess að kanna umfang mengunar og taka mið af niðurstöðum við áform um fyrirhugaða skipulagsbreytingar. Í ljós kom að þó svæðið væri allnokkuð mengað af þungmálnum, þá var mengun ekki yfir mörkunum, en skýrsluna má finna hér

 

 

 

 

Föstudagur, 10 júlí 2015 21:16

Drög að breyttu starfsleyfi fyrir sláturhús KS á Sauðárkróki vegna starfrækslu brennsluofns

 

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir sláturhús KS á Sauðárkróki, eru hér til kynningar, en þær fela í sér að gert er ráð fyrir brennsluofni til að sláturhúsið geti brennt eigin úrgangi.

Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugasemdir við þær ef þurfa þykir.Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 18.8.2015.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af sambærilegum brennslugámi og fyrirhugað er að koma upp við sláturhús KS og síðan afstöðumynd af svæðinu:

 

Fimmtudagur, 09 júlí 2015 21:17

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir gasolíusjálfsala á Norðurlandi vestra

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir gasolíusjálfsala á svæði Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, eru hér til kynningar.

Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfisskilyrðin og gera athugasemdir við þau ef þurfa þykir.Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 18. ágúst. 2015.

Fimmtudagur, 02 júlí 2015 21:19

Starfsskýrsla 2014

Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, fyrir árið 2014 er komin á netið.

Fimmtudagur, 16 apríl 2015 21:21

Hreinsunarátak á Hofsósi

Föstudagur, 27 mars 2015 21:22

Fundur með vatnsveitum á Norðurlandi vestra

Heilbrigðiseftirlitið stóð fyrir fundi meðal umsjónarmanna vatnsveitna á Norðurlandi vestra þann 23. mars sl., þar sem umfjöllunarefnið var innra eftirlit vatnsveitna. Innra eftirlit og öguð vinnubrögð tæknimanna sveitarfélaga er ein helsta forsenda þess að hægt sé að tryggja gæði neysluvatns. Krafa um innra eftirlit kemur ekki einungis úr opinberu regluverki heldur einnig frá matvælaframleiðendum sem þurfa að gera kaupendum skilmerkilega grein fyrir að neysluvatn og starfsemi vatnsveitu uppfylli alla gæðastaðla.

Þriðjudagur, 17 febrúar 2015 21:24

Drög að starfsleyfi fyrir Egils sjávarafurðir á Siglufirði 

Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslu og reykingu á fiski að Tjarnargötu 20 á Siglufirði, eru hér til kynningar

Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugasemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 20.3.2015.

Innskráning