Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki

Fundargerðir

Föstudagur, 26 nóvember 2021 15:44

Fyrirmæli Umhverfisstofnunar vegna bensínleka N1 á Hofsósi

 

Umhverfisstofnun hefur gefið út fyrirmæli um úrbætur vegna umhverfistjóns á Hofsósi, sem varð vegna mikils leka  á bensíni á Hofsósi á árinu 2019, en hér eru fyrirmælin um úrbæturnar.  Lekinn orsakaðist af  gati á tanki, sem má sjá hér á myndinni að neðan á liðlega þriggja áratuga gömlum olíutanki. Umfang lekans og hve langan tíma það tók að staðfesta lekann má rekja til mikilla misbresta á starfrækslu og mengunarvörnum N1.   

  • 1. Birgðabókhald brást. Ef það hefði verið í lagi, hefði mátt staðfesta strax að mikill munur var á því magni sem fyllt var á tanka og því magni af bensíni sem selt var á stöðinni.
  • 2. Þykktarmæling tanka brást, en hún fór fram í júní 2019.  Mælingin kom ekki auga á gatið sem er að sjá á myndinni hér að neðan.
  • 3. Lekaprófun Olíudreifingar í desember 2019, á tanki með þrýstilofti gaf til kynna að tankur væri í fullkomnu lagi.

 

 

Gat á Olíutanki N1 Hofsósi

Miðvikudagur, 20 október 2021 10:12

Tímabundin undanþága til örslátrunar að Birkihlíð Skagafriði

Gefin hefur verið út tímabundin undanþága frá kröfu um starfsleyfi af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu fyrir starfsemi örsláturhúss að Birkihlíð í Skagafirði á vegum Brjáluðu gimbrarinnar ehf., en hér má sjá afgreiðslu ráðuneytisins.  

Fimmtudagur, 30 september 2021 10:22

Samantekt um mengunarmál Norlandia í Ólafsfirði

Heilbrigðisnefnd Nv. fól heilbrigðisfulltrúa að taka saman minnisblað um stöðu mengunarmála fiskþurrkunar Norlandia, á fundi sínum þann 26. ágúst 2021. Óskað var eftir að fjallað yrði um ábendingar, aðfinnslur og kvartanir, sem snúa að starfsemi fyrirtækisins. Farið var jafnframt fram á að farið yrði yfir starfsleyfisskilyrði fyrirtækisins og næstu skref til þess að ráða bót á mengun frá fyrirtækinu.  Samantekt Heilbrigðiseftirlitsins vegna mengunar frá Norlandia í Ólafsfirði má sjá hér:

 

Föstudagur, 03 september 2021 13:50

Starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 2020 er að finna hér.

Mánudagur, 07 júní 2021 16:21

Tímabundið starfsleyfi- Niðurrif á mannvirkjum á Stóru-Borg Ytri 1 og 2 í Húnaþingi vestra

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði vegna niðurrifs á gömlu íbúðarhúsi í landi Stóru-Borgar Ytri 1 og 2 lnr. 180622 og 144569 sem skráð er sem haugstæði mhl. 03, fjátrhús mhl 05, hlaða mhl. 06, hlaða mhl. 07, votheysturn mhl 09, fjárhús mhl. 11 og hesthús mhl. 12, til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra að Sæmundargötu 1, Sauðárkróki. Um er að ræða tímabundið starfsleyfi til niðurrifs og flutnings á mannvirkjum frá Stóru-Borg Ytri 1 og 2, 531 Hvammstanga, ábyrgðarmaður fh. eigenda er Steinþór Hjaltason kt. 120458-5829. Verktakafyrirtækið Stapar kt. 481208-0410 munu sjá um niðurrifið, flokkun úrgangs og skil á löglegan förgunarstað. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru hér, en hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 5. júlí nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Mánudagur, 31 maí 2021 13:54

Tímabundið starfsleyfi- Niðurrif á mannvirkjum á Eyri í Húnaþingi vestra

 
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði vegna niðurrifs á gömlu íbúðarhúsi í landi Eyrar lnr. 144421 sem skráð er sem geymsla mhl. 03, 04 og 05., til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1. Um er að ræða tímabundið starfsleyfi til niðurrifs og flutnings á mannvirkjum frá Eyri 531 Hvammstanga, eigendur eru Kolbrún Grétarsdóttir kt. 080469-5279 og Jóhann Albertsson kt. 240758-3859. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru hér, en hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin, til 30. júní nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Föstudagur, 26 febrúar 2021 16:17

Lee Ann Maginnis kosin formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra

Lee Ann Maginnis var kosin formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, á fundi nefndarinnar, sem fram fór þann 26. febrúar 2021. Lee Ann sem fædd er árið 1985 og er menntuð sem lögfræðingur og kennari. Hún er  búsett á Blönduósi og starfar sem umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra  Auk Lee Ann sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir  Húnaþingi vestra varaformaður, Haraldur Þór Jóhannsson Skagfirði, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Nanna Árnadóttir Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA.   Starfssvæði nefndarinnar er víðfemt, en það nær frá og með Fjallabyggð í austri og vestur til Borðeyrar og síðan alla leið suður á Hveravelli

leelee 1 Stór

 

 

 
Þriðjudagur, 08 desember 2020 14:16

Skynmat í Ólafsfirði haustið 2020

 

Skynmat fór fram á lykt í Ólafsfirði  haustið 2020, en á staðnum eru rekin nokkur fyrirtæki sem geta valdið lyktaróþægindum fyrir íbúa og ferðafólk. Fyrirtækin sem um ræðir sem valda lyktinni eru einkum stór fiskþurrkun og svo hafa verið nefnd til sögunnar minni harðfiskvinnsla og fiskreyking.  

Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar 2020 og eru niðurstöðurnar í stuttu máli eftirfarandi: 

September: Í 5 daga var lyktin talin vera dauf, en 1 daginn sterk og óþægileg.

Október: Í 4 daga taldist lyktin vera dauf, en í 3 daga til viðbótar taldist lyktin vera sterk og óþægileg. 

Nóvember:  Í mánuðinum var ekki gerðar athugsemdir við lyktina í Ólafsfirði.

Þessi litla athugun Heilbrigðiseftirlitsins getur nýst sem útgangspunktur í umræðu lyktarmengun á Ólafsfirði, en niðurstöðurnar ríma ágætlega við að eftirlitinu hefur ekki borist nein kvörtun um lykt frá því í lok október sl.  Hugmyndin er að kynna niðurstöðuna fyrir þeim sem málið varðar og ræða hvort rétt sé að halda athugunum áfram með hækkandi sól, á nýju ári.   

 

Miðvikudagur, 23 september 2020 19:00

Skynmat á Ólafsfirði

Heilbrigðiseftirlitið heldur utan um skynmat á Ólafsfirði sem gengur út á að meta og skrá skipulega, annars vegar styrkleika lyktar og hins vegar skynjun lyktarinnar. Athugunarstaðir eru sunnan við hafnarsvæðið, þar sem finna má megin lyktaruppsprettur.

Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar og við yfirferð á gögnum fyrstu 12 daganna , þá er niðurstaðan eftirfarandi: Ekki var teljandi lykt í 9 daga,  dauf lykt í 2 daga og sterk lykt einn daginn.  Skynjunin var  að í 2 daga var hún líkast harðfisks/keim af reyk og 1 dag óþægileg reykjarlykt.

 

Föstudagur, 26 júní 2020 08:45
Mengunareftirlit með flutningum á olíu á  Íslandi er ekki til staðar
 
Þann 25. júní 2020 var kveðinn upp úrskurður í  úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í deilu Olíudreifingar hf. við Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra vegna áminningar sem Heilbrigðisnefndin veitti félaginu þann 21. janúar sl. Áminningin var veitt Olíudreifingu til þess að knýja félagið til þess að veita upplýsingar um magn olíu sem flutt var annars vegar um Öxnadalsheiði í september 2019 og til Skagafjarðar og Húnavatnssýslna og  hins vegar um magn olíu sem flutt var til Fjallabyggðar frá Akureyri, í sama mánuði. Olíudreifing hafði áður hafnað að veita umbeðnar upplýsingar.   Niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál var að Heilbrigðisnefndin hefði ekki heimildir til þess að krefjast upplýsinganna og því síður heimild til að áminna Olídreifingu í kjölfarið, þar sem dreifing olíu var ekki starfsleyfisskyld með skýrum hætti, þó svo starfsemin væri eftirlitsskyld sbr. 5. gr. relgugerðar 884/2017. Í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar um heimildir heilbrigðiseftirlitsins kemur fram að þær séu einkum fólgnar í að fræða, leiðbeina og veita upplýsingar og má ráða að nefndin telji þær skyldur sem reglugerðin leggur á herðar eftirlitsaðila, vart til eiginlegs opinbers eftirlits.
 
Sunnudagur, 05 apríl 2020 15:27

Starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 2019 er að finna hér.

Mánudagur, 09 mars 2020 09:50

Pylsubarir í vegasjoppum

 
Heilbrigðiseftirlitið hefur fengið ábendingu um að endurskoða beri það verklag sem tíðkast víða á vegasjoppum að viðskiptavinirnir sjálfir hafi hendur á sömu sósubrúsunum, á pylsustöndum. Í ljósi umræðu um smithættu vegna COVID 19 veirunnar  eru neytendur varari um sig, en áður.  Sett er spurningamerki við það verklag að ferðalangar vítt og breitt úr heiminum séu að kreista sömu brúsana og matast síðan í kjölfarið. 
Heilbrigðiseftirlitið tekur undir þessi sjónarmið og beinir þeim óskum til þeirra rekstraraðila þar sem umrætt verklag er viðhaft, að það verði endurskoðað.  

Innskráning