Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki
Lee Ann Maginnis kosin formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra
Lee Ann Maginnis var kosin formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra, á fundi nefndarinnar, sem fram fór þann 26. febrúar 2021. Lee Ann sem fædd er árið 1985 og er menntuð sem lögfræðingur og kennari. Hún er búsett á Blönduósi og starfar sem umsjónarmaður dreifnáms Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra Auk Lee Ann sitja í nefndinni Ína Ársælsdóttir Húnaþingi vestra varaformaður, Haraldur Þór Jóhannsson Skagfirði, Margrét Eva Ásgeirsdóttir Skagafirði, Nanna Árnadóttir Fjallabyggð, og Guðný Kristjánsdóttir, fulltrúi SA. Starfssvæði nefndarinnar er víðfemt, en það nær frá og með Fjallabyggð í austri og vestur til Borðeyrar og síðan alla leið suður á Hveravelli.
Skynmat í Ólafsfirði haustið 2020
Skynmat fór fram á lykt í Ólafsfirði haustið 2020, en á staðnum eru rekin nokkur fyrirtæki sem geta valdið lyktaróþægindum fyrir íbúa og ferðafólk. Fyrirtækin sem um ræðir sem valda lyktinni eru einkum stór fiskþurrkun og svo hafa verið nefnd til sögunnar minni harðfiskvinnsla og fiskreyking.
Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar 2020 og eru niðurstöðurnar í stuttu máli eftirfarandi:
September: Í 5 daga var lyktin talin vera dauf, en 1 daginn sterk og óþægileg.
Október: Í 4 daga taldist lyktin vera dauf, en í 3 daga til viðbótar taldist lyktin vera sterk og óþægileg.
Nóvember: Í mánuðinum var ekki gerðar athugsemdir við lyktina í Ólafsfirði.
Þessi litla athugun Heilbrigðiseftirlitsins getur nýst sem útgangspunktur í umræðu lyktarmengun á Ólafsfirði, en niðurstöðurnar ríma ágætlega við að eftirlitinu hefur ekki borist nein kvörtun um lykt frá því í lok október sl. Hugmyndin er að kynna niðurstöðuna fyrir þeim sem málið varðar og ræða hvort rétt sé að halda athugunum áfram með hækkandi sól, á nýju ári.
Skynmat á Ólafsfirði
Heilbrigðiseftirlitið heldur utan um skynmat á Ólafsfirði sem gengur út á að meta og skrá skipulega, annars vegar styrkleika lyktar og hins vegar skynjun lyktarinnar. Athugunarstaðir eru sunnan við hafnarsvæðið, þar sem finna má megin lyktaruppsprettur.
Hafist var handa við skynmatið í fyrstu viku septembermánaðar og við yfirferð á gögnum fyrstu 12 daganna , þá er niðurstaðan eftirfarandi: Ekki var teljandi lykt í 9 daga, dauf lykt í 2 daga og sterk lykt einn daginn. Skynjunin var að í 2 daga var hún líkast harðfisks/keim af reyk og 1 dag óþægileg reykjarlykt.
Starfsskýrslu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir árið 2019 er að finna hér.
Pylsubarir í vegasjoppum
Ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins um áminningu kærð
Tilmæli til sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Fjallabyggðar
Heilbrigðisnefnd óskar eftir því að sveitarfélög á starfssvæðinu skilyrði ráðningu verktaka, í hin ýmsu verk á vegum sveitarfélaganna, að þeir hafi gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu. Þetta á m.a. við um þá aðila sem taka að sér veitingasölu, bifreiðaviðgerðir, byggingaframkvæmdir, vegagerð, sorphirðu, bíla og bónþvottastöðvar, útleigu bíla, snjómokstur og annarrar starfsemi sem krefst verkstæðisaðstöðu. Ef sveitarfélögin setja fram umrædda kröfu, tryggir það jafnræði fyrirtækja og ætti sömuleiðis að hafa jákvæð umhverfisleg áhrif á ásýnd lóða og umhverfismál fyrirtækja.
Verklagsreglur um hvernig skuli staðið að því að fjarlægja númerslusar bifreiðar og lausamuni hjá HNv
Verklagsreglur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra við að fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum sbr. reglugerð 941/2002. Heilbrigðiseftirlitið skal vinna að verkefninu í samráði og samvinnu við sveitarfélög á starfssvæðinu.
Starfsleyfi til kynningar fyrir Mjólkursamsöluna ehf.
vegna viðgerðar- þvotta- og geymsluaðstöðu á Blönduósi
Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra á Sauðárkróki að Sæmundargötu 1, fyrir Mjólkursamsöluna ehf, vegna viðgerðar-, þvotta- og geymsluaðstöðu, Hnjúkabyggð, 540 Blönduósi. Um er að ræða viðgerða-, viðhalds-, þvotta- og geymsluaðstöðu fyrir Mjólkursamsöluna, mjólkurbíla hennar og annað er starfið varðar á starfsvæði Mjólkursamsölunnar á Norðurlandi vestra. Fyrirhuguð starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina eru sértæk starfsleyfisskilyrði, fyrir mengandi starfsemi. Hægt er að gera athugasemdir við starfsleyfisskilyrðin til 4. apríl nk. Athugasemdir skal gera skriflega og senda til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.