Matvælaráðstefna í Björgvin

Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi sótti Norræna matvælaeftirlitsráðstefnu í Björgvin í Noregi sem fram fór 7. – 8. febrúar sl. á ráðstefnunni var fjallað meðal annars um samræmingu matvælaeftirlits á milli Norðurlandanna og síðan innan hvers lands fyrir sig. Umræður báru með sér að verkefnið að koma á samræmdum vinnubrögðum í matvælaeftirliti, væri óháð því hvort að starfsmenn starfi innan einnar og sömu ríkisstofnunarinnar líkt og í Noregi eða þá nokkurra sjálfstæðara stofnanna sem rekin eru af sveitarfélögum líkt og gert er hér á landi og í Svíþjóð, enda verður það aldrei einn og sami heilbrigðisfulltrúinn sem skoðar öll fyrirtækin.  Verkfærin við samræmingu eru þau sömu burt sé frá skipuriti stofnanna – ákveðin forskrift á vinnubrögðum, þjálfun og fræðsla.

Erindin í Björgvin voru af ýmsum toga m.a. af aðgerðarteymi danskra yfirvalda þar sem matvælaeftirlit, skattayfirvöld og lögregla fara saman inn í vafasöm matvælafyrirtæki og grandskoða þau.  Önnur  mjög áhugaverð erindi voru m.a. frá Svíanum, Per Gustavsson um jákvæð samskipti við eftirlit og erindi Gríms Ólafssonar heilbrigðisfulltrúa um matarsveppi.  Það væri vel til fundið ef að erindi Gríms yrði snarað á íslensku og gert aðgengilegt á netinu.