Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkróki
Drög að starfsleyfi fyrir Egils sjávarafurðir á Siglufirði
Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskvinnslu og reykingu á fiski að Tjarnargötu 20 á Siglufirði, eru hér til kynningar.
Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugasemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 20.3.2015.
Norræn viðurkenning fyrir eftirlitisverkefni með veitingahúsum á Norðurlandi vestra
Á vordögum 2014 var farið í sérstakt eftirlitsverkefni með veitingahúsum á Norðurlandi vestra, í samráði við veitingamenn á svæðinu. Verkefnið var síðan tilnefnt í samkeppni sem eftirlitsverkefni Norðurlandanna. Fram komu verkefni frá öllum Norðurlöndunum og reyndist það danska hlutskarpast í samkeppninni. Verðlaum voru veitt á Norrænni ráðstefnu sem haldin var á Hótel Hilton í Reykjavík í janúarlok sl. þó svo verkefni Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra hafi ekki fengið gullið í þetta sinnið þá fékk verkefnið sérstaka viðurkenningu, eins og sjá má á viðurkenningarskjali hér að ofan.
Sigríður Magnúsdóttir formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra
Drög að starfsleyfi fyrir sölu á lífdísel á Sauðárkróki
Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir afgreiðslustöð á lífdísil sem Íslenskt eldsneyti hyggst starfrækja að Borgarflöt 31 á Sauðárkróki eru hér til kynningar.
Hér má sjá: drögin að starfsleyfinu og minnisblað frá verkfræðistofunni Eflu sem fylgir umsókn og sömuleiðis afstöðumynd af lóð. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugsemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi 22. ágúst 2014.
Starfsskýrsla 2013
Starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, fyrir árið 2013 er komin á netið.
Drög að starfsleyfi fyrir plastbátagerðina Mótun
Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir plastbátagerðina Mótun ehf á Sauðárkróki sem til stendur að starfrækja að Sæmundargötu 1b og Hesteyri 2, Sauðárkróki.
Hér má sjá: drögin að starfsleyfi, umsókn um starfsleyfi, upplýsingar um geymslusvæði og framleiðsluferil. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugsemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi 17. febrúar 2014.
Áttunda nóvember sl. flutti Sigurjón Þórðarson fyrirlestur fyrir starfsfólk eldhússins á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki um öryggi matvæla. Steinunn Hjartardóttir heilbrigðisfulltrúi tók saman erindið og hér má nálgast glærur sem sýndar voru á fræðslufundinum.
Drög að Starfsleyfi fyrir fiskþurrkun FISK-Seafood
Drög að starfsleyfisskilyrðum fyrir fiskþurrkun FISK á Sauðárkróki sem stendur til að starfrækja að Skarðseyri 13, má sjá hér. Þeir sem telja sig málið varða eru hvattir til að kynna sér starfsleyfistillögurnar og gera athugsemdir við þær ef þurfa þykir. Skriflegar athugasemdir skulu hafa borist til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra í síðasta lagi þann 9.12.2012.
Gísli Árnason formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra
Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra sem haldinn var þann 9. september sl. var Gísli Árnason kjörinn formaður Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra.
Lykt úr fjöru á Siglufirði
Íbúar á Siglufirði hafa kvartað undan mikilli ólykt. Einkum hafa kvartnir komið frá íbúum í sunnanverðum bænum og hafa þeir kennt um fráveituvatni, sem rennur í fjöruborðið um 100 m frá frá vegi. Fjaran sem um ræðir er við Suðurtanga, í krikanum næst Eyrarflöt. Fráveituvatnið sem um ræðir kemur frá um 90 íbúðum, en auk þess rennur í krikann yfirborðsvatn af götum.
Umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra um drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands
Sauðárkróki, 6. mars 2013
Umhverfisstofnun
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra telur talsverðan ávinning felast í skýrsludrögum Umhverfisstofnunar um stöðu vatnasvæða Íslands, þó svo að gerðar séu veigamiklar athugasemdir við drögin. Drögin eru ágæt samantekt og þar af leiðandi grundvöllur fyrir frekari vinnu að stöðumati og úrbótum í málaflokknum.
Innköllun á gervimunntóbaki - "Kickup Real white"
Matvælastofnun hefur innkallað svokallaða munnpúða sem innihalda koffín. Um er að ræða Kickup Real white og kickup strong.